Þrátt fyrir að yfir 30 þúsund manns hafi skráð andstöðu sína á Ísland.is gegn setu Bjarna Benediktssonar í stól forsætisráðherra, þá birta 6 af hverjum 10 ekki nöfn sín á listanum.
„Nafn ekki skráð“ stendur semsagt við meirihluta undirskriftanna. Dregur það óneitanlega úr gildi þessarar undirskriftasöfnunar að undirskriftir skuli vanta. Af þessum 30 þúsund eru um 18 þúsund því leynilegar undirskriftir.