Eigendur Vinnustofu Kjarval í Austurstræfi 10 eru að opna gallerí með glæsilegum sýningarsal á hæðinni fyrir neðan sjálfa Vinnustofuna en á þeirri hæð voru áður skrifstofur þingmanna sem fluttir hafa verið í nýja byggingu handan Austurstrætis. Fyrsta opnun að bresta á eftir nokkrar vikur.
Vinnustofa Kjarval leigir bæði út vinnuaðstöður fyrir einstaklega auk þess sem staðurinn er vinsæll samkomustaður bæði fyrir bolta og bús en rekin sem klúbbur og mánaðagjald innheimt með sölu á lykilorði sem stimplað er inn við útyrnar í Austurstræti. Mánaðargjaldið spannar frá tæpum 20 þúsund krónum og jafnvel upp í 60 þúsund.
Eigandi Kjarval er sagður skurðlæknir frá Akureyri, Hjörtur G. Gíslason, sem varð þar skattakóngur fyrir nokkru en fé sitt hefur hann sótt í útrás með magaermis aðgerðir sem framkvæmdar eru í miðbæ Malmö í Svíþjóð og kosta 89.000 krónur stykkið. Hefur Hjörtur gert 20.000 aðgerðir til þessa.