HomeGreinarBRYNJARSSON OG BRYNJÓLFSSON

BRYNJARSSON OG BRYNJÓLFSSON

„Stoltur er ég af því að geta kallað þennan nafna minn kæran vin,“ segir Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og vígður maður um Guðmund Karl Brynjarsson sem vill verða biskup:
„Ég kynntist honum fyrst örlítið þegar ég var í 9. bekk og svo enn betur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem við lögðum sameiginlega áherslu á að falla í stærðfræði, geyma þýskuna þangað til ,,seinna“ og láta eins og fífl í raungreinatímum.
Þótt ekki værum við líkir í útliti þá var okkur stundum ruglað saman af skólayfirvöldum, kannski af því að námsferilar okkar voru andlega skyldir, en svo var þetta Brynjarsson og Brynjólfsson ekki ólíkt. Við stóðum í ýmsum uppátækjum saman og vorum lítið í því að hugsa um hvað öðrum fyndist (sem hefur held ég fylgt okkur áfram) – og ekki vorum við biskupsefnið alltaf með þá áru að á okkur sæist að síðar yrðum við vígðir menn. Ég held að það væri frábært fyrir Þjóðkirkjuna að fá Gumma Kalla sem biskup – versta helv…að ég má ekki kjósa! Gummi Kalli er trúr og traustur, yfirlætislaus og alþýðlegur og manna skemmtilegastur þegar þannig liggur á honum. Fyrir utan að geta gengist við sjálfum sér á öllum tímum ævinnar – það virðist hvorki mikilvægt né snúið, – en reynist nú samt sumum glettilega erfitt.
Previous article
Next article
TENGDAR FRÉTTIR

KORMÁKUR OG SKJÖLDUR Í BRYNJU Á LAUGAVEGI

Viðskiptaveldi Kormáks og Skjaldar er að flytja inn í sögufrægt hús verslunarinnar Brynju á Laugavegi sem staðið hefur autt um skeið eftir að Brynja...

PALESTÍNUSTRÖND 1944

Þetta er strönd í Palestínu 1944. Fjórum árum síðar var Ísraelsríki stofnað.

ALDURSFORSETI ALÞINGIS TIL Í SLAGINN

Tómas A. Tómasson alþingismaður Flokks fólksins er aldursforseti þingsins sem nú verður endurnýjað í boðuðum kosningum. Tommi er ánægður með titilinn: "Ég er 75 ára...

ERLA LOKKAR OG LAÐAR Í RAMMAGERÐ

Þessi risamynd blasir við viðskiptavinum Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg þegar þeir ganga inn. Íslenk kona, umvafin íslenskri ull lokkar og laðar og virkar hvetjandi á...

INGA SÆLAND Í HLUTVERKI SOFFÍU FRÆNKU

Í væntanlegri kosningabaráttu, og reyndar allan sinn pólitíska feril, hefur Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið í hlutverki Soffíu frænku eins og við þekkjum...

DULARFULL LOKUN Á NESJAVALLALEIÐ

Öðruvísi fór en til stóð í helgarbíltúr fjölskyldu sem ætlaði til Þingvalla Nesjavallaleið frá Vesturlandsvegi við Geitháls. Risastór skilti hefti leið þar sem varað...

EKKI PRÍLA Á HUNDINUM

Fyrir hálfa milljón er hægt að kaupa hund í Húsgagnahöllinni sem aldrei þarf að fara með út að ganga né hirða upp skít. Þægilegri...

FORSETINN Á AFMÆLI – KLÚTADAGUR Á HRAFNISTU

Vistfólk á Hrafnistu er með klútadag í tilefni af afmæli Höllu Tómasdóttur forseta sem er 56 ára í dag. Plaköt voru prentuð, kátt á...

HVAÐ ER FRIÐUR FYRIR MÉR?

Myndir sjö reykvískra grunnskólanema hafa verið valdar sem framlög Reykjavíkur í alþjóðlega myndlistarsamkeppni barna. Samtök friðarborgarstjóra, Mayors for Peace, standa árlega fyrir keppninni í...

PERUSVINDL LEIÐRÉTT Í KRÓNUNNI

Hilluverð á perum í Krónunni á Hallveigarstíg hefur verið leiðrétt eftir að frétt um málið birtist hér. Stykkið af perum sem kostaði 55 krónur í...

ENGLANDSBANI GRIKKJA

Ivan Jovanović stakk í stúf og vakti athygli þar sem hann sat á hækjum sér á hliðarlínunni í leik Grikkja og Englendinga í Þjóðadeidinni...

PERUSVINDL Í KRÓNUNNI

"Stundum þarf maður að kveikja á perunni. Þarna er verið að plata neytendur," segir viðskiptavinur Krónunnar á Hallveigarstíg sem greip með sér eina peru...

Sagt er...

Jens Garðar er 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundaði nám við...

Lag dagsins

Kristján krónprins Dana er 19 ára í dag. Hann þykir efnilegastur allra prinsa í Evrópu og myndarlegur eftir því. Hann verður kóngurinn þegar fram...