„Vindorkuver krefst stórfelldrar óafturkræfrar vegagerðar um hálendið, sem allir vilja vernda,“ segir Ragnar Önundarson samfélagsrýnir og fyrrum bankastjóri:
„Spaðarnir eru úr “tveggja þátta plastefnum,” sem eru ekki endurvinnanleg (epoxy) og þarf að urða eftir notkun. Endingartími spaðanna er styttri en turnanna. Þeir slitna og plastefni dreifast um náttúruna. Íslensk stórviðri og ísing mun fella suma turnana. Algengt er að kvikni í túrbínunum og þá fellur logandi “glussi” til jarðar…Ég tel vindorkuver skaðleg ferðaþjónustunni, því það er lítt snortin náttúran sem dregur ferðamenn hingað.“