Í dag er fæðingardagur jasspíanistans og söngvarans Nat King Cole (1919-1965). Heimurinn lagði við hlustir þegar hann lét í sér heyra. Síðasta hljómplata hans, L-O-V-E, var hljóðrituð á meðan hann barðist við krabbamein sem dró hann til dauða. Nat King Cole var fyrsti bandaríski blökkumaðurinn sem fékk sinn eigin sjónvarpsþátt stranda á milli – The Nat King Cole Show.