Úr Vesturbænum:
—
Félagi minn einn sagðist hafa lagt það á sig að hjóla út á Kaffi Vest (Kaffihús Vesturbæjar) en þegar hann kom þangað þá rak hann augun í að engir hjólastandar voru við þetta fræga hjólakaffihús – en nóg af bílastæðum. Hann velti fyrir sér hvort ekki væri ástæða til að taka eins og eitt bílastæði undir hjólastæði?