VORU SVÖRTU SPÓLURNAR KANNSKI BLÁAR?

  Gunnar Bergmann rifjar upp æskuminningu af sjónum:

  “… mörgum árum seinna áttaði ég mig á því hvað var í raun á þessum spólum og hló með sjálfum mér.”

  “Ég fór með pabba á sjóinn á þegar ég var 10 ára. Hann var vélstjóri á stórum frystitogara, Þerney. Ein sterk minning er þegar ég var í messanum að leita mér að videospólu til að horfa á. Það var bæklingur á borðinu og svo allar spólur númeraðar. En svo var heil hilla af svörtum ómerktum spólum.

  Einn dagnn var ég búinn að horfa á allar bíómyndirnar í bæklingnum og ákvað að athuga hvort það væri kannski eitthvað skemmtilegt á svörtu spólunum. Ég var við það að stinga einni spólu í videotækið þegar pabbi labbar inn í messann og spyr mig hvað ég sé að gera. Þá sér hann hvað er í þann mund að gerast og segir mér að vera ekkert að skoða þessar spólur. Þetta séu bara allt spólur með gömlum fréttatímum.

  Hann vissi hvað mér fannt leiðinlegt að horfa á fréttir þannig að ég hafði engan áhuga á að skoða hvað væri á þessu spólum frekar. En það var eitthvað við viðbrögð pabba sem gerði það að verkum að þessi minning festist og mörgum árum seinna áttaði ég mig á því hvað var í raun á þessum spólum og hló með sjálfum mér.”

  Auglýsing