VORFLUG Á VEIRUTÍMUM

Jóhanna bíður eftir vorinu með eitt verka sinna.

Vorflug á veirutímum er yfirskrift sýningar Jóhönnu V Þórhallsdóttur myndlistar og söngkonu sem opnar á sunnudaginn 18. apríl nk. Í Gallerí Göngum við Háteigskirkju.  Opnunin verður klukkan 14-17 og verða allar sóttvarnarreglur virtar.

Yfirskrift sýningarinnar er Vorflug á veirutímum en Jóhanna er mikil vorkona. Hún er fædd í hrútsmerkinu og á einmitt afmæli á opnunardaginn. Tónlistin leikur stórt hlutverk þegar hún málar og þessi verk eru mörg, t.a.m. unnin við margs konar tónlist, bæði jazz og klassík.

Þetta er 7. einkasýning Jóhönnu hér á landi, en síðast tók hún þátt í samsýningu í Bad Reichenhall í suður Þýskalandi.

 Jóhanna lauk meistaranámi hjá prófessor Heribert Ottersbach í Þýskalandi í nóvember árið 2019. Áður hefur Jóhanna lokið námi hjá Markúsi Lüpertz í Þýskalandi að afloknu námi hér heima. Jóhanna hefur stjórnað sýningum í Gallerí Göngum frá árinu 2018.

Auglýsing