VITLEYSAN Á HÁLENDINU

Ekki fyrir fáeina útvalda heitir þessi mynd Steina pípara.

Steini pípari sendir myndskeyti:

Nú eru komin út drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið að fjallabaki. Þar er talað um að hafa samráð við „hagsmunaaðila“ en þeir hljóta að vera þeir sem þarna ferðast um þ.e. hagsmunafélög þeirra.

Í  drögunum er kort af svæðinu litað í misjöfnum litum eftir því hvað má og hvað má ekki. Stór hluti svæðisins er rauðlitaður og um hann eiga að gilda ýmsar takmarkanir m.a. þessar: „Vetrarumferð vélknúinna ökutækja á snjó utan vega óheimil.“  Samkvæmt þessu má ekki aka um á snjósleða þó snjór hylji jörðina. Þegar svo er getur sleði ekki valdið skaða.

Steini pípari

Þeir sem semja slíka vitleysu eru sama sinnis og þeir sem stjórna Vatnajökulsþjóðgarði. Barasta loka sem mestu svo aðeins fáeinir útvaldir fái að njóta.

Í þessum anda á að stjórna stórum hluta landsins. Setja á stofn þjóðgarð sem ná á um 40% landsins, svipta sveitarfélög skipulagsvaldi og setja svæðinu fámennisstjórn sem fer sínu fram án tillits til þeirra sem hagsmuni hafa.

Og hvernig ætla menn svo að haga eftirlitinu. Auðvitað er það ekki mögulegt og þá verður bara að banna meira í nafni alræðisvaldsins.

Auglýsing