VITLAUST MERKT Í COSTCO

  Garðabæjarpóstur:

  Mörg dæmi eru um að hilluverð í Costco passi ekki við kassaverð vörunnar. Viðskiptavinur segir:

  “Keypti þessa (sjá mynd) sem var verðmerkt 497 krónur en á kassakvittun rukkuð um 1.369 krónur og gerði strax athugasemd. Starfsmaður var beðinn að fara og taka mynd af hilluverði og sýna einhverjum yfirmanni. Þega hann sýndi honum myndina sagði yfirmaðurinn: Hlauptu og rífðu þetta niður. Eftir stóð ég og beið, þurfti síðan að láta vita að ég ætlaði að fá mismun endurgreiddan sem eg fékk eftir langa bið. Betra að fylgjast með. En ég elska samt Costco.”

  Annar Costcoverji segir:

  Lenti í sama í dag – munaði 1.500 kalli: Því miður get ég ekkert gert en þú mátt skila,” var svarið þangað til ég bað um yfirmann.

  Þá er fólk sem segir að margar vörur hafi hækkað mjög mikið: “Costco hefur hækkað eiginlega alla matvöruna, ég keypti koftas og samósur á undir 1.000 krónur, nú eru bæði komin upp í 2.000 krónur.  Ég fer alveg í Costo, en ég er mjög meðvituð um hvað hlutir kosta almennt og vel að kaupa einungis það sem er hagstætt. Þess vegna fer ég æ sjaldnar þangað.”

  Sá þriðji segir: “Svona gerist þegar jarðaberin eru hækkuð úr 990 krónum í 1.400 krónur og margar aðrar vörur um 400-500 krónur.”

  Auglýsing