VIRÐUM RÉTTINDIN

Steini pípari sendir myndskeyti:

“Svo mikið veit ég um túlkun samninga að þeir eru gerðir miðað við ákveðnar forsendur. Ef ófyrirséð atvik koma upp þá verða túlkendur samningsins að spyrja sig hvernig hefði verið samið ef menn hefðu séð þessi óvæntu atvik fyrir. Þetta kemur oft upp hjá verktökum. Þetta hlýtur einnig að eiga við um hjúkrunarfræðingana sem sáu ekki fyrir það álag, erfiðleika og áhættu sem fólgin er í vinnu á meðan Covid sjúkdómurinn gengur yfir. Nú ættu þeir að tilkynna ríkinu að þeir muni sækja launabætur fyrir dómstólum þegar fárið er gengið yfir á grundvelli slíkrar túlkunar á samningum.”

Auglýsing