VINSTRI GRÆNN SENDIHERRA TIL FINNLANDS

    Árni Þór Sigurðsson, fyrrum stórkanóna Vinstrigrænna, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, er á leið til Finnlands þar sem hann verður sendiherra í stað Kristínr Árnadóttur sem var þar fyrir.

    Árni Þór er enn eitt dæmið um stjórnmálamann sem fær sendiherratitil að launum fyrir að hætta í pólitík. Fyrr var frá því greint hér að Guðmundur Árni Stefánsson væri á leið í sendiherrastól á Indlandi. Sama sagan. Og í Washington situr Geir H. Haarde. Sama sagan osfrv.

     

    Auglýsing