VINSÆLL MINKUR Í KÁRSNESI HELDUR ROTTUM FRÁ

  Minkurinn í Kársnesinu.

  Minkur í Kárssnesinu í Kópavogi hefur vakið athygli íbúa þar og jafnvel ánægju því þessi minkur er ekki í hænsnabúi:

  “Þessi var á göngu við Siglingaklúbbinn í Naustavörinni í hádeginu í dag,” segir Kársnesingur.

  “Hann er búinn að vera þarna lengi og heldur rottunum frá,” segir Guðbjörn Haraldsson nágranni.

  “Spurning um að hann fái kostningarétt í hvelli. Hann gerir sitt gagn við rottuveiðar,” bætir Sólrún Halldórsdóttir við.

  Sem sagt: Almenn ánægja með minkinn í Kársnesinu.

  Auglýsing