VINNUPÖLLUM HRÚGAÐ INN Í EINKAGARÐ Í VESTURBÆNUM

    Óþekktir verktakar hafa undanfarna daga notað einkagarð í vesturbæ Reykjavíkur til að geyma vinnupalla. Stafla þeir vinnupöllunum snyrtilega upp og láta sig svo hverfa. Hefur þetta gerst í tvígang í vikunni.

    Um þverbak keyrði í gærkvöldi þegar þeir svo gott sem fylltu garðinn af vinnupöllum.

    Ósáttur íbúi í húsinu lítur svo að þar sem vinnupallarnir séu komnir inn á lóð hans hljóti hann að geta ráðstafað þeim og hyggst auglýsa til sölu. Tekið er á móti tilboðum á netfanginu eir@eirikurjonsson.is fram til klukkan 17:00 ef eftir það verður lögregla kvödd til.

    Auglýsing