VINKONUR Í RUSLI

Tvær konur í Grafarholti, þær Þuríður Kristjánsdóttir og Þórdís Arthúrsdóttir, er annt um hverfið sitt og í göngutúrum í hverfinu hreinsa þær upp rusl og fleira sem borgin á að gera.

Þuríður týndi fullan svartan poka við Reynisvatn í gær og tvo poka við Vínlandsleið í fyrradag og aftur tvo poka fyrir 4 dögum. svo mikið er að rusli þar.

“Ég tók þetta svæði í “fóstur” í maí, júní og júlí. Á þessum þremur mánuðum tíndi ég rusl í 45 innkaupapoka (maispoka). Ég fór síðan í frí í ágúst. Það verður svo miklu skemmtilegra um að litast þegar náttúran fær að njóta sín án fljúgandi drasls,” segir Þórdís.

Auglýsing