VILLTIST ILLILEGA AÐ HEIMAN

    Þorfinnur Sigurgeirsson listaljósmyndari var í Þorlákshöfn og þá gerðist þetta:

    Ljósmyndarinn.

    “Rakst á Gulskríkja (American yellow warbler / Setophaga petechia) í Þorlákshöfn. Hana hef ég bæði séð og myndað í Kanada og í Kosta Ríka en hvorki séð né myndað á Íslandi fyrr en nú. Ein gulskríkja dúkkaði upp í Þorlákshöfn og sást til hennar fyrst í fyrradag. Ég reyndi við hana í gær en sá hana þá aðeins skjótast á milli greina í afleitu veðri. Eftir smá bið í morgun sýndi hún sig ágætlega og náði ég þá nokkrum myndum af þessum fallega fugli sem hefur villst svona illilega að heiman.”

    Auglýsing