VILLTA VINSTRIÐ – AF HVERJU EKKI?

  Þóra Kristín er búin að teikna þetta allt upp.

  Vilta vinstrið í Reykjavík er að teikna upp stjórnarsamstarf og þar fer fremst Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Kára Stefánssonar en hún er hluti af nýja flokkseigendafélaginu í VG. Þóra Kristín spyr: Af Hverju ekki?

  “Ný ríkisstjórn miðjufólks og jafnaðarmanna gæti sameinast um hærri veiðigjöld á stærstu útgerðir og sáttafarveg fyrir sjávarútveginn, hálendisþjóðgarð, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleiri breytingar sem lúta að tillögum stjórnlagaráðs sem þjóðin samþykkti að leggja til grundvallar, hærra frítekjumark fyrir aldraða og öryrkja, auðlegðarskatt og afnám skatta á lægstu laun og bætur, hærri fjármagnstekjuskatt, stórsókn í loftslagsmálum, þar sem fyrirtæki þyrftu að borga fyrir að menga, stórsókn í heilbrigðismálum og svo mætti lengi telja,” segir Þóra Kristín og birtir svo ráðherralistann:

  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
  Kristrún Frostdóttir fjármálaráðherra
  Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra
  Sigurður Ingi Jóhannsson utanríkisráðherra
  Logi Einarsson menntamálaráðherra
  Ásmundur Einar eða Lilja Alfreðsdóttir félagsmálaráðherra
  Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir umhverfisráðherra
  Halldóra Mogensen iðnaðarráðherra
  Hanna Katrín Friðriksson eða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra
  “Og kannski ef Sósíalistar uppskera vel í kosningum og treysta sér í svo hógværa stjórn eða vilja verja hana gegn því að ákveðin mál náist í gegn. Þá gæti Gunnar Smári Egilsson orðið samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Afhverju ekki?”
  Auglýsing