VILL KROSSINN ÚR ÍSLENSKA FÁNANUM

    Guðbjörn og fáninn eins og hann vill hafa hann.

    Guðbjörn Guðbjörnsson fyrrum tollari og tenór vill fjarlægja krossinn úr íslenska fánanum og hafa hann þess í stað með einni láréttri rönd fyrir miðju.

    “Það er löngu tímabært að taka krossinn út úr íslenska þjóðfánanum, því hann er móðgun og niðurlægjandi fyrir þá sem ekki eru kristnir, jafnvel særandi, niðurlægjandi og auðmýkjandi fyrir suma og getur valdið vanlíðan og aukið ójöfnuð, kynbundið ofbeldi og valdaójafnvægi og þannig ýtt undir sárafátækt og fastmótaðar og rótgrónar en neikvæðar og niðrandi staðalímyndir.

    Að auki gæti hann leitt til jaðarsetningar, útilokunar, misréttis, andúðar, mismununar og duldra fordóma eða jafnvel virkað sem fjandsamlegt kúgunartæki feðraveldisins og sönnun yfirráða hvítra, auk þess að vera tákn kapítalismans og nýlenduhyggju, en um leið ógnandi sem tól smánunar gagnvart sumum sem ekki eru kristinnar trúar og í viðkvæmum hópum.”

    Auglýsing