VILL BREYTA BÓLSTRUN ÁSGRÍMS Í BÚLLU

    Sótt hefur verið um leyfi til að breyta fyrrum húsnæði Bólstrunar Ásgríms á Bergstaðastræti 2 í ölstofu. Húsið hefur staðið autt síðan í ársbyrjun 2018 þegar veitingakóngurinn Birgir Bieltvedt gerði Agli Ásgrímssyni bólstrara tilboð sem hann gat ekki hafnað og keypti – sjá frétt hér.

    Umsóknin var tekin fyrir hjá borgaryfirvvöldum í gær en sótt er um leyfi til að opna veitingastað í kráarflokki, lækka kjallaragólf um 50 cm. og setja stiga upp á 2. hæð við norðurgafl hússins. Afgreiðslu málsins var frestað.

    Auglýsing