VILL BINDA ÍSLENSKU KRÓNUNA VIÐ ÞÁ DÖNSKU

    Jeff Clemmensen, danskur maður sem vinnur hjá Alcoa á Reyðarfirði, hefur ákveðnar lausnir í húsnæðismálum sem hann hefur deilt meðal félagsmanna VR:

    „Verðbólgan er 1,1% í Danmörk. Danska verðbólgan var lægri en í ESB sem er 2,0%. Er það ekki fáránlegt að ekki sé krafist í Danmörku verðtryggingar á húsnæðislán sem bera 0,9% vexti eða hvað? Auðveldasta lausnin er að binda íslensku krónuna 100% við danska krónu. Það leysir vandamálin auðveldlega og það tryggir að Ísland geti haldið íslensku krónunni sinni áfram. Þá væru Ísland, Færeyjar og Grænland með sama gengi og samkeppni milli banka opnari. Þá væri ekkert vandamál að taka sanngjarnt fasteignaveðlána í bankanum þótt það gæti verið með allt að 2% vöxtum. Ég held að það sé allt í lagi með eða án/verðtryggingar.“

    Auglýsing