VILJA STÆKKA SÚFISTANN

    Eigendur hins fornfræga húss, Súfistans í Hafnarfirði, hafa óskað eftir því við skipulagsnefnd Hafnarfjarðar að stækka og byggja við húsið sem stendur í hjarta bæjarins.

    Þar er gert ráð fyrir því að  brúttóflötur húss fari úr  239 fermetrum í 665 fermetra. Gert er ráð fyrir því að kaffihús verði á jarðhæð og kjallara  og þrjár 90 fermetra íbúðir í risi eldra húss og á annarri hæð viðbyggingar og  í turnbyggingu. Stofur, eldhús og svalir verði á annari hæð, svefnherbergi og  þaksvalir á þriðju hæð og turni.

    Skipulags- og byggingarnefnd hefur heimilaði umsækjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað og bendir jafnframt á reglur Hafnarfjarðarbæjar um bílstæðagjöld.

    Auglýsing