—
Hópur Fólks í Færeyjum undirbýr stofnun stjórnmálaflokks með það að markmiði að leyfa ræktun kannasbis til lækninga.
Hallur Hjalgrímsson Djurhuus sem fer fyrir hreyfingunni hefur nú þegar safnað 250 undirskriftum af 800 sem þarf til að bjóða fram til þings.
“Okkur finnst það vera bráðnauðsynlegt fyrir fólk sem þarf að nota þetta efni að það geti haft óheftan aðgang að því,” segir Hallgrímur og bendir á að þó svo að það verði löglegt að framleiða kannabis í Færeyjum þá þýði það ekki að selja megi það á hverju götuhorni.
Kosið verður til færeyska löngþingsins 2. september 2019.