VILJA FJÖLGA FARFUGLUM Í JL-HÚSINU

    Erfiðlega hefur gengið að finna stórbyggingu JL við Hringbraut framtíðarhlutverk. Margar misvísandi fréttir hafa birst um framtíðarnýtingu hússins og nú er aftur reynt. Eftirfarandi kom fram á síðasta afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa í Reykjavík:

    “Hringbraut 121 – (fsp) þjónustumiðstöð og farfuglaheimili í JL húsinu. Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta ehf. dags. 14. júlí 2023, ásamt bréfi, dags. 14. júlí 2023, um hvort breytingar á JL húsinu á lóð nr. 121 við Hringbraut sem fela í sér að innrétta 2. og 3. hæð sem gistiskála eða farfuglaheimili (hostel), rétt eins og 4. og 5. hæð eru í dag ásamt því að innrétta jarðhæð sem þjónustumiðstöð, kaffihús, aðstöðu fyrir börn og kennslustofur, samkvæmt uppdr. Yrki atkitekta ehf., dags. 21. júlí 2023, séu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Vísað til umsagnar verkefnastjóra.”

    Auglýsing