VILJA BREYTA SENDIRÁÐI Í ÍBÚÐIR TIL SKAMMTÍMALEIGU

Sótt hefur verið um leyfi til borgaryfirvalda í Reykjavík til að breyta gamla sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg í íbúðir til skammtímaleigu.
Kerfisbréfið: “Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 10. september 2021 um að breyta húsunum á lóð nr. 21-23 við Laufásveg í tveggja til fjögurra herbergja íbúðir sem verði skilgreindar sem íbúðir með leyfi fyrir skammtímaleigu. Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.”
Byggingin sem reist var 1941 hefur verið til sölu á 720 milljónir.
Auglýsing