VIGDÍS VILLL 1. DES FREKAR EN 17. JÚNÍ

    Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands vill að 1. desember, fullveldisdagurinn, verði þjóðhátíðardagur Íslendinga frekar en 17. júní.

    Kom þetta fram í sjónvarpsþættinum Fullveldisöldin í Ríkissjónvarpinun í kvöld. Þar lýsti Vigdís því einnig að allt að því ósmekklegt hefði verið að slíta konungssambandinu við Dani með lýðveldisstofnun 17. júní 1944 þegar Danir voru hernumdir af Þjóðverjum. Betra hefði verið að bíða og sækja frelsið til frjálsrar þjóðar.

    Auglýsing