VIÐSKIPTABLAÐAMENN Í SMÓKING

Gunnar Smári.

“Þessi viðskiptablaðamenn héldu um helgina herrakvöld og veittu nokkrum miðaldra körlum verðlaun fyrir afrek í viðskiptum. Líklega taka fáir mark á þessum verðlaunum þar sem þessir þrír eru landsþekktir fyrir mislestur á viðskiptalífinu og þjóðmálum almennt,” segir sósíalistaforingin Gunnar Smári í texta með þessri mynd sem hann birtir:

“Þeir töldu til dæmis söluna á Íslandsbanka vera tæra snilld, þó það hafi blasað við öllum landsmönnum að salan var hneyksli. Ríkisendurskoðun, fjármálaeftirlitið og umboðsmaður Alþingis staðfestu síðar að almenningur var læs á aðstæður en viðskiptablaðamennirnir ekki.”

Auglýsing