VESEN Í VONARSKARÐI

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Þegar stjórnmálamenn gera fjaðrir sínar fagrar fyrir kjósendum með meiningarlausum fagurgala og loforðum sem þeir telja óþarfi að standa við er gjarnan talað um íbúalýðræði og opna stjórnsýslu.

  Meðal annarra hefur núverandi umhverfisráðherra talað fyrir því að ná almennri sátt um friðun og annað sem á hans könnu er.

  Nú stendur yfir ferli sem á að tryggja skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO, eitthvað sem tilvalið er til opins ferlis og almennrar sáttar. Jafnvel er það krafa UNESCO að um slíka skráningu ríki sátt.

  Hvað hafa menn svo á móti slíkri skráningu? Það er ekki skráningin sjálf sem er aðalatriðið, heldur hvernig er farið með svæðið sem friðað er. Mesta bitbein í þessum leik er Vonarskarð, sem hefur verið lokað og m.a. vitnað til þessarar skráningar.

  Fyrir þá sem ekki vita þá er Vonarskarðið sjálft ekkert öðruvísi en aðrir hlutar hálendisins, að hluta til berir sandar og vel hægt að hafa veginn þannig að hann spilli ekki merkilegum náttúrfyrirbrigðum. Í nágrenni eins slóðans er hins vegar viðkvæmt hverasvæði sem ástæða er til að vernda. Við lokunina er ekki gætt meðalhófs eða skynsemi. Ljóst er að fólk sem gengur eða ríður um svæðið getur spillt því. Vernda verður svæðið með öðru en því að banna umferð um Vonarskarð. Spurningin er ekki hvort menn komist að hverasvæðinu heldur hvernig ferðamáta menn hafa til að komast þangað.

  Engin tilkynning eða fréttir voru um væntanlega umsókn til UNESCO fyrirfram. Ekki var haft samráð við þá sem vitað var að létu sig málið varða. Það á bara að hafa opið ferli og samráð við almenning ef nokkuð er víst að flestir séu sammála. 

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinÞETTA VILL VILLI