Lögð hefur verið fram beiðni hjá byggingarfulltrúa borgrinnar um að breyta hluta Tónabíós við Skipholt 33 í veitingastað. Húsið var í eigu IOGT reglunnar á Íslandi og selt til Lumex feðganna Helga Kristins Eiríkssonar og sonar hans Inga Más Helgason sem eru með fyrirtæki sitt rétt ofar í Skipholtinu.
Sótt er um leyfi fyrir 100 gesta veitingstað í vesturhluta hússins sem áður hýsti forsal Tónabíós.