WILLUM Á AÐ PAKKA Í VÖRN OG SKORA

    Báðar í vörn heitir þessi mynd Steina pípara.

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Tekin var ný stefna í sóttvörnum gegn veirunni þegar Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra. Hann var allur að vilja gerður til að halda pestinni í skefjum en eitthvað fór úrskeiðis.

    Ég held að markið sem veiran skoraði hafi komið þjálfaranum í opna skjöldu. Nú er aðeins eitt fyrir þjálfarann að gera og það er að setja liðið í vörn. Setja þessa órólegu í Sjálfstæðisflokknum á bekkinn og reyna að vinna leikinn með því að skora nokkur mörk eins og Willum hefur oft verið lagið á öðrum velli og grænni.

    Auglýsing