VEÐURFRÆÐINGUR BOÐAR VOR NÆSTU 10 DAGA

  “Spáin er eiginleg of góð til að hægt sé að trúa henni í blindni,” segir Einar Sveinbjörnsson súperveðurfræðingur sem veit hvaðan vindar blása og hvernig:

  “Enn og aftur þennan veturinn eru að verða glögg veðraskil. Að þessu sinni í átt til vorkomu og hlýinda. Horfum fyrst 10 daga til baka. Að jafnaði hefur verið kalt hitafrávik yfir landinu í takt við tíðindi af miklu næturfrostum.

  Staðan er allt önnur næstu 10 dagana eða til 9. til 18. apríl. Hlýtt frávik og hitinn verður markvert yfir meðallagi árstímans. Engin næturfrost og greinileg vorkoma. Það meira segja og eiginlega áður en sumardagurinn fyrsti rennur upp.”

  “Það eru háloftavindarnir eins og svo oft áður sem stýra atburðarrásinni. Til hægri á myndinni er annars vegar kort frá 4. apríl. Þá var ákveðinn NV-strengur yfir landinu og kuldahvirfill hér norðausturundan. Lýsandi fyrir þessa daga.

  Á spákortinu neðst til hægri má hins vegar sjá að komin er sunnanátt í háloftunum hér vestan okkar, eiginlega aðskorin grein frá sjálfum skotvindinum suðurundan. Aðstreymi verður af mildu, en líka frekur röku lofti.”

  Auglýsing