“VARÚÐ – JÓLABÓK ARNALDAR”

  Haukur og Arnaldur og bókin.

  “Varúð – jólabók Arnaldar” er yfirskrift ritdóms sem Haukur Magnússon athafnamaður, áður kenndur við Ávaxtabílinn, birtir á samfélagsmiðlum.

  “Á eftir um 20 síður af þessari bók og nenni varla að klára hana. Tekin á safninu eins og aðra jólabækur sem ég les. Þetta er orðið svo súrt í seinni tíð að ég veit ekkert af hverju ég held áfram að lesa þessar bækur hans. Höfuðpersónan enn að reyna að finna út hver varð föður hans að bana – þetta er þriðja eða fjórða bókin um það efni og engin nær – kannski kemur það á síðustum 20 síðunum.

  Mér fannst Arnaldur prýðilegur lengst af – með Erlend lögreglumann og allt hans lið – og fyrir það varð hann þekktur, virtur og keyptur.

  En nú er hann bara keyptur.”

  Auglýsing