VARGURINN SNÝR AFTUR

  Gæsaborgarinn Vargurinn seldist upp á mettíma á Fabrikkunni í febrúar. Birgðirnar sem talið var að myndu endast í um 2 mánuði voru uppurnar með öllu á tæpum fjórum vikum.

  „Þetta er langvinsælasti off menu hamborgari sem við höfum tekið inn og hann kláraðist eiginlega strax. Það urðu þónokkrir fyrir vonbrigðum, enda margir unnendur íslenskrar villibráðar sem áttu eftir að smakka hann“, segir Jóhannes Ásbörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar.

  KEMUR Á SUMARDAGINN FYRSTA

  Það munu margir kætast við þessar fréttir en Vargurinn kemur aftur fimmtudaginn 19. apríl, á Sumardaginn fyrsta.

  „Það er frábært að geta boðið viðskiptavinum okkar Varginn á ný, en rétt að ítreka að það verður í mjög takmarkaðan tíma, enda er hráefnið af skornum skammti“, segir Jóhannes.


  Vargurinn er 120 g. íslenskur
  gæsaborgari í Brioche brauði
  með aðalbláberjasultu frá
  Völlum í Svarfaðardal,
  grófkorna sinneps- og hunangssósu,
  bræddum
  Havarti osti og klettasalati.

  Auglýsing