VARAÐ VIÐ JÚDASI Í RÍKISSTJÓRNINNI

    Páll Vilhjálmsson og Júdasarkossinn.

    “Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur verðu skipað 12 ráðherrum. Lærisveinar Jesú fyllu einnig tylftina. Fagnaðarerindið verður fáyrt en ekki fáheyrt, sem er vel,” segir samfélagsrýnirinn Páll Vilhjálmsson í bloggi sínu, Tilfallandi athugasemdir, og klykkir svo út með þessu:

    “Um leið og ríkisstjórninni er óskað til hamingju með endurnýjuð heit skal á það minnt að meðal lærisveinanna tólf var náungi að nafni Júdas Ískaríot. Aldrei er of varlega farið.”

    Þá er spurt: Hver er Júdasinn í ríkisstjórninni?

    Auglýsing