VANDRÆÐALEGAR SPRITTGRÆJUR HJÁ N1

    Ferðalangur sendir póst:

    Fólk er hvatt til að þvo hendurnar eða spritta þær til að draga úr smithættu. Flest fyrirtæki og stofnanir eru með sjálfdælandi sprittbrúsa til að fólk sé ekki að snerta fleti hvert á eftir öðru.

    Hjá N1 í Borgarnesi (og sjálfsagt víðar hjá N1) er lausnin á þessu vandræðalega ódýr og í raun heimskuleg. Þar eru sprittbrúsar með stórum handföngum sem þarf að ýta á með lófanum eða fingrunum til að fá spritt á hendurnar. Það segir sig sjálft að smitvarnirnar fara fyrir lítið þegar lúkurnar á öllum sem ná sér í spritt snerta sömu handföngin. Líklegast er þá betra að enginn snerti þessar græjur.

    Auglýsing