VÆNDI Í COVID

  Djúpið heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Sóttvarnarlæknir hefur e.t.v. nefnt að erfitt hafi reynst að fá upplýst hverjir hafi heimsótt smitaða gleðikonu. Þetta var gripið á lofti og gert að mikilli frétt.

  Steini pípari

  Auðvitað er þetta aðeins dæmi um vandamál falda hagkerfisins. Ég er ekki viss um að þeir sem stunda nótulaus viðskipti vilji tíunda hverja þeir hafi heimsótt eða fíknisalinn. Svo eru til konur sem elska að elska fullt af mönnum fyrir ekki neitt. Ég efast um að þær séu viljugar að segja frá.

   Talað var við talskonu Stígamóta sem sagði að konur sem hefðu verið að vinna sig út úr vandanum – sem verður af því að selja aðgang að líkama sínu – hefðu þurft að hverfa aftur til fyrri starfa vegna fátæktar.

  Það er sorglegt að fátækt sé svo mikil á Íslandi. Það er líka niðurlægjandi að þurfa að bíða í biðröð eftir matargjöfum. Þó ég beri það ekki saman við blíðusölu þá geta konurnar betur haldið andlitinu gagnvart öðrum því enginn þarf að vita af blíðusölunni aðrir en kúnnarnir sem geta ekki sagt frá.

  Auglýsing