ÚTIKAFFIHÚS Í PÉTURSBÚÐ

    Kaupmaðurinn á pallinum.

    Verið er að smíða sólpall á tveimur bílastæðum fyrir utan Pétursbúð á horni Ránargötu og Ægisgötu.

    “Það er borgin sem stendur að þessu. Vill skapa einhverja stemmingu hér í hverfinu,” segir Axel Sigurðsson sem keypti nýverið Pétursbúð ásamt foreldrum sínum eftir að hafa starfað þar um hríð hjá fyrri eigendum – sjá hér.

    “Svo set ég upp borð og stóla á pallinum og helli upp á könnuna. Nóg er af bakkelsi og meðlæti í búðinni. Þá gæti verið gaman að fá einhvern matarbíl hingað. Hver veit,” segir Axel ánægður með sólpallinn sem hann fékk óvænt og ókeypis í fangið frá hinu opinbera.

    Auglýsing