UTANRÍKISRÁÐHERRA Í STRÍÐSLEIK

    Guðlaugur Þór bregður á leið á SUS-þingi og Þórunni er ekki skemmt.

    Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heiðraði þing Sambands ungra sjálfstæðismanna með nærveru sinni enda hóf hann glæstan stjórnmálferil sinn sem formaður samtakanna fyrir margt löngu. Þar brá utanríkisráðherra á leik í einhvers konar flughermi stríðsþotu öllum til skemmtunar. Þórunni Ólafsdóttur, sem hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir nokkrum árum, var hins vegar ekki skemmt þegar hún sá myndir af ráðherranum sem teknar voru á þinginu og segir:

    “Utanríkisráðherra alsæll að leika sér með stríðstól á SUS-þingi. Þvílík fyrirmynd. Mér finnst þetta ógeðslegt.”

    Auglýsing