ÚT ÚR KÚ

Úr ársfjórðungsritinu Hrepparíg:

Frímanni fjallkóngi brá í brún þegar hann ætlaði að leggja sínum fjallabíl við Hótel Hrepp í Haughúsastræti. Þar er nú búið að steypa bása fyrir 11 kýr, ásamt ristaflór deluxe.

“Hvað á þetta að þýða?” spurði kóngur forviða.

“Er þetta ekki kýrskýrt? Nú skal mjólkað á stöðli! Aftur til fortíðar…!”, ansaði oddivitinn stuttur í spuna.
Auglýsing