ÚRSMIÐUR Í VANDA

    “Ég er einn af þessum sem hjóla dagsdaglega í vinnuna, óháð veðri og færð, þó að Reykjavíkurborg geri mér lífið leitt þessa dagana með alveg afspyrnulélegri sköfun á hjólreiðastígum og göngustígum borgarinnar,” segir Robert F. Michelsen úrsmiður sem lærði úrsmíði hjá föður sínum og á verkstæðið og verslun ásamt bróður sínum og föður. Og bætir við:

    “Meðfylgjandi myndir voru teknar í kvöld á leið heim úr vinnu. Þessar þrjár myndir endurspegla ca. 500 metra kafla við Bústaðaveg og nágrenni. Fyrsta myndin er við gangbrautarljós á Bústaðarvegi en eins og glöggt má sjá er þarna 50 cm skafl sem hindrar aðgengi. Það er nú bagalegt þegar borgin hvetur til þess að nota hjól, hlaupahjól eða tvo jafnfljóta þegar ekki er meiri metnaður til þess að gera mönnum sem kjósa þá ferðamáta lífið aðeins auðveldara en eins og staðan er í dag þá þarf maður liggur við að fara af hjólinu á nokkurra mínútna fresti til að halda á hjólinu yfir skafla.”

    Auglýsing