ÚR STURLUHÖLL Í BRIMHÖLL

  Íslenska auglýsingastofan er að flytja úr Sturluhöll sinni á Laufásvegi 49-51 í gömlu höfuðstöðvar útgerðarrisans Brim á Bræðraborgarstíg 16.

  Starfsmenn Íslensku auglýsingastofunnar eru hátt í 60 talsins og munar um minna í friðsælu hverfi þegar slíkur hópur mætir í götuna dag hvern og íbúar uggandi um bílastæði sín.

  Tvær hallir; Bræðraborgarstígur og Laufásvegur.

  Brimhöllin á Bræðraborgarstíg hefur staðið auð um nokkurt skeið eftir að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður flutti höfuðstöðvar sínar úr húsinu niður á Granda.

  Ekki fékkst uppgefið hvort Íslenska auglýsingastofan kaupir eða leigir Brimhöllina en Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri hennar er staddur erlendis og ekki náðist í Guðmund í Brim vegna anna hans í útgerðinni.

  Flutningar eru fyrirhugaðir snemma næsta vor.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinCOSMIC LOVE
  Næsta greinSAGT ER…