ÚR BÍÓDÖGUM Í BISNISS

    Örvar með Rúrik Haraldssyni á plakati fyrir Bíódaga. Í baksýn Skipholt 5.

    Sótt hefur verið um leyfi til byggingafulltrúans í Reykjavík um að breyta atvinnuhúsnæði í Skipholti 5 í íbúðir. Það er VeV ehf. sem sækir um en þar eru í forsvari Kristján Valdimarsson og Örvar Jens Arnarsson. Örvar Jens fór eftirminnilega með hlutverk Tómasar í kvikmyndinni Bíódagar sem kom út árið 1994. Þá var hann rétt um tíu ára gamall en leiklistaráhuginn vék síðar fyrir öðru. Örvar er menntaður viðskiptafræðingur í dag og hefur starfað  meðal annars hjá Zo-On Iceland, Latabæ og Budget-bílaleigu.

    Kerfisbréfið: “Sótt er um leyfi til þess að breyta notkun rýma 0201 og 0202, úr atvinnuhúsnæði/skrifstofum í tvær íbúðir með svölum á norðurhlið 2. hæðar í atvinnu og íbúðarhúsi, mhl.01, á lóð nr. 5 við Skipholt. Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 20. ágúst 2021 og afrit af aðalteikningum samþykktum 30. október 1958 og 7. apríl 1998. Gjald kr. 12.100, Frestað. Vísað til athugasemda.”

    Úr Bíódögum.
    Auglýsing