ÚR BINGÓ Í BLOKK

  Lumexfeðgarnir og Vinabær, áður Tónabíó, í Skipholti.

  Lögð hefur verið fram fyrirspurn hjá skipulagasfulltrúa Reykjavíkurborgar hvort megi hækka og stækka Skipholt 33 áður Vinabær og Tónabíó. Húsið var í eigu IOGT reglunnar á Íslandi og selt til Lumex feðganna Helga Kristins Eiríkssonar og sonar hans Inga Más Helgason.

  Bingó var stundað í húsinu í yfir 40 ár og söknuðu margir þess að það hætti. Þar áður var þar Tónabíó, eitt framsæknasta kvikmyndahús landsins, fyrsta bíóið sem setti íslenska texta við myndir og þarna var Bítlamyndins Hard Days Night frumsýnd við þjóðarfögnuð.

  Feðgarnir Helgi og Ingi sögðust við kaupin ekki ætla að byggja hótel eða blokk þarna en vera má að það sé breytt miðað við umrædda umsókn en húsið var selt fyri 290 milljónir.

  Kerfisbréfið: “Skipholt 33, (fsp) stækkun og hækkun húss. Lögð fram fyrirspurn LX fasteigna ehf. dags. 29. mars 2022 um stækkun og hækkun hússins á lóð nr. 33 við Skipholt, samkvæmt tillögu VA arkitekta ehf. dags. 23 mars 2022.”

  Auglýsing