UNGA FÓLKIÐ GETUR BJARGAÐ HEIMINUM – EKKI HINIR

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Unga fólkið hefur risið upp og krafist breytinga í umhverfismálum. Unga fólk hverrar kynslóðar mótmælir yfirleitt aðgerðum eða aðgerðarleysi þeirra eldri. Hipparnir afneituðu neysluþjóðfélaginu en sú göfuga hreyfing hvarf á vit eiturlyfja eða varð fullorðin eins og gengur.

    Ég er fyrrverandi ungmenni og hef fullorðnast. Ég geri mér grein fyrir því að unga fólkið erfir jörðina og getur tamið sér og haldið lífstíl sem er í meiri sátt við umhverfið en upp vaxin hippakynslóð Við hverfum á braut og þetta litla sem við mengum það sem eftir er lífsins breytir ekki miklu ef unga kynslóðin söðlar rækilega um.

    Ef allir fullfrískir og undir 30 ára færu sínar ferðir hjólandi, bættu fötin sín í stað þess að henda þeim, neituðu sér um allt kjötmeti, slepptu öllum raftækjum og byggju þröngt þá væri jörðinni borgið. Við sem eldri erum mundum þá sjá um það að fyrirtækin sem framleiða allan ósómann myndu ekki hverfa í einu vetfangi svo atvinnulífið héldi áfram meðan það lagaði sig að nýjum aðstæðum. Okkar neysla er þannig aðeins til að forðast atvinnuleysi og hörmungar.

    Auglýsing