UNDRALYF MEÐ AMFETAMÍNKEIM

    Marta og undrapillan.
    “Ég byrjaði að taka conserta fyrir mánuði og allt líf mitt er betra, allt. Ég get núna gert alls konar án þess að vera búin á því eftir á, ég get svarað ókunnugum símanumerum, ég get farið í búð, beðið um aðstoð og keypt mér varalit og föt,” segir Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður Fagráðs Landsspítalans:
    “Ég gat haldið mjög stressandi stórt málþing og gengið frá heima sama dag og ég var ekki með höfuðverk daginn eftir.”

    Hvað er concerta?

    Metýlfenídat, virka efnið í Concerta, er örvandi lyf skylt amfetamíni. Áhrif þess eru fyrst og fremst á miðtaugakerfið þar sem það eykur athygli, einbeitingu og sjálfstraust, en minnkar þreytutilfinningu. Vellíðan og aukin afköst fylgja oft töku lyfsins… Ef stórir skammtar eru teknir eða ef lyfið er tekið í langan tíma fylgir oft depurð og þreyta þegar töku lyfsins er hætt. Lyfið getur dregið úr matarlyst og valdið þyngdartapi. Lyfseðilsskylt.

    Auglýsing