“Landsliðið okkar 2022-2023, can´t wait for it,” segir handboltagoðsögnin Logi Geirsson sem fylgist vel með þeim ungu í boltanum:
“HK er með einn 16 ára, Blæ Hinriksson, sem er að skora sex mörk á móti toppliði Vals í bikarnum. Svo eru þarna Gísli Þorgeir, Haukur Þrastar, Tumi og fleiri.”
Hinum unga markaskorara, Blæ, er ýmislegt til lista lagt því hann hlaut sem kunnugt er Edduverðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmyndinni Hjartasteini – stöngin inn.