UMHVERFISSTEFNA SEM GENGUR EKKI UPP

  Náttúruauðlindirnar, uppistöðulónin og fallvötnin leysa vandann heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini skoðar myndavélina.

  Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er með því hæsta sem þekkist á Íslandi. Allir stjórnmálaflokkar hafa boðað að auka þurfi endurnýjanlega orku, sú aðgerðaráætlun ætti að fara fram mest við orkuskipti. Stór hluti færi fram við orkuskipti á bílum, flug og skipaflota. Rannsóknirnar hafa sýnt fram á að hægt er að binda koltvísýring í bergi, til þess þarf rafmagn ásamt mörgu öðru í orkuskiptingu.

  Við getum líka tekið stærri skref í að minnka koltvísýring í andrúmsloftinu. Án þess að kafa í vasa þeirra fátækustu. Byggja orkuver þar sem hægt er. Auka framleiðslu í stóriðnaði svo sem álverum og öðrum efnum sem þarf til iðnaðar.

  Það vita allir að heildar losun koltvísýrings mundi minnka stórleg, því sem næmi að minnka kolabrennslu í Kína.

  Þetta hugnast ekki Landvernd og VG. Þeirra öfgar ganga ekki rökrænt upp. Þeir vilja stoppa uppbyggingu virkjanna og jafnvel fækka þeim. Ef þeirra leið yrði farin fengjum við enga endurnýjanlega orku.

  Það þýðir lítið að bjóða upp á umhverfisvæna stefnu sem gengur ekki upp.

  Ég trúi ekki að fólk hafi svo litla skynsemi að sjá ekki að VG eru einsmála flokkur sem byggir sýna kosningabaráttu á sandi.

  Auglýsing