UMHVERFISHREINSUN Í UMHVERFISRÁÐUNEYTI

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Ef maður skoðar vefsíðu Umhverfis og auðlindaráðuneytis er tíundað að ráðuneytið noti umhverfisvænan pappír og það kaupi umhverfisvænt rafmagn og heitt vatn, eins og það skipti máli í stóra samhenginu. Auðvitað er sjálfsagt að það sýni góða fyrirmynd en hlutverk þess er að draga úr mengun á landsvísu. Á vakt núverandi ráðherra þessara mála hefur orðið aukning á sótmengun hér á landi, jafnvel af fólksbílaflotanum þrátt fyrir rafbílana.

    Steini skoðar myndavélina.

    Það er ótrúlegt hvað ráðherrann hefur lítið unnið að mikilvægustu umhverfismálunum sem eru fyrst og fremst loftmengun síðan eru förgunarmál og skolpmál ofarlega á lista yfir brýn verkefni. Við höfum óhemju mikið stofnanabákn í kringum ráðuneytið þar sem margar hendur eru að kássast í sömu hlutunum sem litlu skipta þegar mikilvægustu verkefnin sitja á hakanum. Ég held að eitt mikilvægast verkefni í umhverfismálum er að hreinsa út úr þessum stofnunum heilmikið af liðinu, einfalda verkefnin og koma í veg fyrir tvítekningar og fyrst of fremst þarf að hreinsa út foringjann þ.e. ráðherrann.

    Auglýsing