UMBÚÐIR DAUÐANS

    Þeir liggja innpakkaðir í auglýsingaumbúðir í stigagöngum um borg og bý; prentmiðlarnir sem reyna að flytja fréttir í kapp við Veraldarvefinn sem aldrei sefur enda rafrænn en þeir bundnir pappír og handvirka dreifingu sem kostar sitt.

    Spurning dagsins er því þessi:

    Hvað gerist þegar íbúar húsanna nenna ekki lengur að beygja sig niður eftir þessu heldur grípa símann á lofti og spyrja á öllum heimsins tungumálum allan sólarhringinn: Hvað er að frétta?

    Auglýsing