Strætó hefur auglýst eftir eigendum fjölmargra strætókorta sem fundist hafa í strætisvögnum.
Svo virðist sem strætisvagnafarþegar týni strætókortum sínum helst í strætó.
Ef einhver þekkir fólkið á myndunum má hnippa í það og segja: “Strætókortið þitt er fundið.”