TVÍREYKT HANGIKJÖT Á 50 ÞÚSUND KR/KG Á SELFOSSI

    Diljá trúði vart eigin augum þegar hún sé verðiðið á tvíreykta hangikjötinu í Krónunni á Selfossi.

    “Ég fór í Krónuna á Selfossi og rak augun í 100 gramma pakkningar af tvíreyktu hangikjöti,” segir Diljá Ólafsdóttir og trúði vart eigin augum:

    “Það sem vakti furðu mína var verðið á þessum 100 grömmum eða 4.999.- kr!! Kílóverð ætti þá að vera rétt um 50.000.- kr. Er einhver sem mögulega getur útskýrt þetta verð fyrir mér? En í sömu verslun sá ég m.a fínasta lambalæri(skoðaði ekki þyngd) ófrosið og kryddað á 5.490.-  Ég kannaði verðið á þessu 50 þúsund króna tvíreykta hangikjöti í bak og fyrir. Bæði spurði ég starfsmann, skannaði pakkann sjálf og skoðaði verðmiðann á kælinum. Þetta var (ef það breytir einhverju) í kæli þar sem lítill “sveitamarkaður” er með vörur sínar til sölu.”

    Auglýsing